Vagna - Sýning

Sverrir Vilhelmsson

Vagna - Sýning

Kaupa Í körfu

Askur og Embla TRÉSTYTTUR, VAGNA SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR Til 23. janúar. Opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17, og sunnudaga frá kl. 14-17. VAGNA Vagnsdóttir er fædd á Ósi í Arnarfirði, síðla árs 1935. Eftir því sem ég best veit hefur hún verið búsett á Þingeyri síðustu ár. Það er ekki langt síðan Vagna fór að tálga rekavið og annað fundið tré með sjálfskeiðungi sínum, en hann er hennar eina verkfæri. Á sýningunni í Fold er vel á fjórða tug verka sem Vagna hefur sett mark sitt á og umbreytt í sérstæðar styttur. Manni verður fljótlega starsýnt á svip þessara fígúra því Vagna hefur merkilega sýn á andlitsfall höggmynda sinna. Þannig snúa varir niður og munnurinn er eilítið skakkur. Augun eru lokuð, eða vísa að minnsta kosti þannig að fígúrurnar horfa til jarðar eins og fólk sem er fullt lotningar og beiðist forláts á nærveru sinni. MYNDATEXTI: Takist Vögnu að forðast of sniðugar lausnir, en leyfi sér í staðinn að vinna með náttúrunni að gerð þessara merkilegu höggmynda er engin hætta á öðru en að verk hennar þróist til óvæntra átta, segir m.a. í dómnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar