Sinfóníuhljómsveit Íslands og söngvarar

Sinfóníuhljómsveit Íslands og söngvarar

Kaupa Í körfu

Að finna frumkraftinn "ÞETTA er massívasta finale sem maður hefur séð, heyrt og sungið," segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona, nýkomin af æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem Níunda sinfónía Beethovens var í brennidepli. Og félagi hennar, Finnur Bjarnason tenórsöngvari, sem jafnframt verður í eldlínunni með hljómsveitinni í kvöld, tekur upp þráðinn: "Það er ótrúlegt að standa í öllum þessum hópi, innan um sjötíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Maður fær sannarlega á tilfinninguna að maður sé þátttakandi í viðburði. Frumkrafturinn umlykur mann. Það verður mikil upplifun, heiður, að taka þátt í þessum tónleikum."Auk Finns og Ingveldar Ýrar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona, Guðjón Óskarsson bassasöngvari og Kór Íslensku óperunnar gestir hljómsveitarinnar í kvöld. MYNDATEXTI: Einsöngvararnir á æfingu með kór og hljómsveit. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Finnur Bjarnason og Guðjón Óskarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar