Djöflarnir - leikrit

Djöflarnir - leikrit

Kaupa Í körfu

Guð, hjálpaðu mér í trúleysi mínu! Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Djöflana eftir Fjodor Dostojevskí í leikgerð Alexei Borodíns á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þýðandi er Ingibjörg Haraldsdóttir. Orri Páll Ormarsson ræddi bið Borodín, sem einnig leikstýrir sýningunni, og komst að því að hann ber djúpa virðingu fyrir Dostojevskí og hefur heillast að Íslandi. HAUSTIÐ 1869 var Fjodor Dostojevskí staddur, ásamt konu sinni, Önnu, í Dresden. Ungur bróðir Önnu var við nám í landbúnaðarskóla í nágrenni Moskvu þar sem komið hafði til óeirða og Dostojevskí-hjónin buðu piltinum í heimsókn í því skyni að forða honum frá því að lenda í hremmingum. Áhyggjur þeirra voru ekki ástæðulausar: Fáeinum vikum síðar var einn af skólafélögum piltsins myrtur með hrottalegum hætti af hópi stjórnleysingja undir forystu Nétsjajevs nokkurs, ungs útsendara Rússlandsdeildar Alþjóðlegu byltingarsamtakanna, sem stofnuð voru af þeim fræga manni Mikhaíl Bakúnín. Um þetta las Dostojevskí í rússneskum blöðum og fékk að auki upplýsingar um baksvið glæpsins hjá mági sínum. MYNDATEXTI: Konur þinga í Djöflunum, Dasha Shatova (Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir), Varvara Stavrogína (Margrét Helga Jóhannsdóttir), Marja Lebjadkína (Halldóra Geirharðsdóttir), Lísa Drozdova (Marta Nordal) og Praskovja Drozdova (Guðrún Ásmundsdóttir)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar