Siglfirðingar fagna Sólardeginum
Kaupa Í körfu
Siglfirðingar fagna því í dag að sólin er farina að skína yfir Ráðhússtorg bæjarins að nýju. Þann 15. nóvember 2013 hvarf hún á bak við fjöllin í suðri, fyrst Blekkil og svo þau sem vestar eru, og hefur ekki sést í rúmar 10 vikur. Það er dálítið langur tími, finnst heimamönnum. Sólardagurinn var áður fyrr hafður 27. janúar, en þá baðaði sólin prestssetrið Hvanneyri geislum eftir langa fjarveru, en það var í raun og veru eina húsið á þeim slóðum í firðinum, en eftir að byggð fór að myndast þar fyrir ofan, hefur á einhverjum tímapunkti verið ákveðið að miða framvegis við Ráðhússtorg, og þá 28. janúar. Og svo er enn. Siglfirsk börn tóku forskot á sæluna í barnastarfi kirkjunnar á sunnudaginn var, fengu sér pönnukökur og vöfflur og útbjuggu þessar sólir sem á myndinni sjást, bersýnilega spennt yfir hinum merku tíðindum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir