Loðna

Kristján Kristjánsson

Loðna

Kaupa Í körfu

Góð loðnuveiði í flottrollið LOÐNAN mokveiðist nú í flottroll fyrir austan land og voru sum trollskipin á landleið í gær eftir innan við 20 tíma á veiðum. Treglega gengur hins vegar að nálgast loðnuna með nótinni en nótaskipstjórar eru þó alls ekki farnir að örvænta. "Veiðin hefur verið frekar léleg síðustu vikuna en menn hafa þó náð að kroppa upp nokkur tonn," sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á nótaskipinu Súlunni EA, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Skipin voru þá að veiðum í blíðuveðri um 30 mílur suðaustur af Hvalbak. "Okkur gengur illa að ná til loðnunnar, hún heldur sig fremur djúpt, auk þess sem straumar hafa verið þungir og gert þetta erfiðara en ella. En það er mikið af loðnu á ferðinni og hún er að síga hér upp á grunnið. Þá fer hún að gefa sig í nótina en það kæmi mér ekki á óvart þó að það yrði ekki fyrr en undir mánaðamót," sagði Bjarni. MYNDATEXTI: Sjómenn eru nú fullir bjartsýni á góða loðnuvertíð og hér er Stefán Laufdal Gíslason, skipverji á Sigurði VR með handfylli af loðnu. (myndvinnsla akureyri. stefán laufdal gíslason skipverji á sigurði ve með handfylli af loðnu litur. mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar