Tónelsk fjölskylda

Kristján Kristjánsson

Tónelsk fjölskylda

Kaupa Í körfu

Tónlistin er í fyrirrúmi hjá fjölskyldunni í Kristnesi 14 í Eyjafjarðarsveit, þeim Ellu Kristínu Jack og Skúla Torfasyni og börnum þeirra fimm, Kristínu Þóru 17 ára, Gyðu Hlín 16 ára, Theodóru 13 ára, Ómari Smára 11 ára og Róberti Jóni 9 ára. Öll leika börnin á hljóðfæri og hafa verið í tónlistarnámi frá 6-7 ára aldri, Skúli leikur á harmoniku og spilar með hljómsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Ella Kristín syngur með nýstofnuðum kór í Eyjafjarðarsveit. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Kristnesspítala, en Skúli er tannlæknir og rekur stofu á Akureyri. Myndatexti: Róbert Jón , 9 ára , byrjaði að læra á blokkflautu 6 ára gamall , svo tók píanóið við. myndvinnsla akureyri. tonlistarfjölskylda í eyjafjarðarsveit.litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar