Delta gefur Rauða krossinum lyf

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Delta gefur Rauða krossinum lyf

Kaupa Í körfu

Rauði kross Íslands fékk í gær afhentar 820 þúsund Parkódíntöflur að gjöf frá Delta hf. og Lyfjaverslun Íslands hf. Lyfin eru ætluð til notkunar í hjálparstarfi félagsins í Lesótó í Afríku. Verðmæti gjafarinnar er vel á sjöttu milljón króna. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir gjöfina ákaflega mikinn stuðning við hjálparstarfið í Lesótó, en Íslandsdeild Rauða krossins hefur aðstoðað við að reka tvær heilsugæslustöðvar þar. Í Lesótó er aðeins einn læknir á hverja 18 þúsund íbúa og oft mikill skortur á einföldum lyfjum á borð við Parkódín, sem er bæði verkjastillandi og hitalækkandi. Sigrún Árnadóttir tekur við gjöf lyfjafyrirtækjanna fyrir hönd Rauða krossins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar