Páll á Húsafelli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Páll á Húsafelli

Kaupa Í körfu

AÐ TÝNDRI ÞRÁ ÞRAUTIN þyngri mætir léttri fjöður, steinn hlær við blaði og blaðið snýr við steini. Myndhöggvari og rithöfundur verða vinir, menn af tveimur kynslóðum með aldurslausa ást á því sem býr í fjallinu og flýgur yfir. Páll á Húsafelli heggur myndir af mönnum og konum í stein og notar það sem náttúran gefur til að mála myndir. Thor Vilhjálmsson skrifar gjarna lýsingar á gróðri og birtu til að sýna það sem þarf. Þessir menn hittust á Kjarvalsstöðum fyrir fimmtán árum, þegar Páll sýndi steinmyndir sínar þar. Seinna þáði Thor heimboð Páls á Húsafell og þar með hófst samstarf sem hefur engin lögmál önnur en lands og himins: Einn flögrar og annar heggur, síðan er farið í göngu um holtin og svo er sofið eða starfi dagsins fleytt fram á kvöld. MYNDATEXTI: Páll Guðmundsson á Húsafelli innan um verk sín í Galleríi Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar