Eldri borgarar

Eldri borgarar

Kaupa Í körfu

Félag eldri borgara mótmælir bágum kjörum veikra aldraðra og fækkun sjúkrarýma Segja tekjur margra ellilaunaþega nálgast fátækramörk STJÓRN Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið mótmælir kröftuglega fækkun sjúkrarýma á hjúkrunar-, geð- og handlækningadeildum sem fram kemur í fjárhagsáætlun stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir árið 2000, þar sem stór hluti fólks á biðlistum sé eldra fólk. Bent er á að kannanir Landlæknisembættisins hafi leitt í ljós að síðastliðin fjögur ár hafi að staðaldri verið um 7.000 manns á biðlistum og að sjúklingar bíði sumir í 6 til 12 mánuði eftir aðgerð, þrátt fyrir verulegar þjáningar á biðtímanum. MYNDATEXTI: Fulltrúar eldri borgara kynna baráttumál þeirra á blaðamannafundi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar