WC

Sverrir Vilhelmsson

WC

Kaupa Í körfu

Í gær voru tekin í notkun tvö almenningssalerni í miðbæ Reykjavíkur, annað við Ingólfstorg og hitt við Laugaveg 86, hjá bílastæðinu við Stjörnubíó. Salernin eru súlulaga, veggir þeirra upplýstir að utanverðu og gert ráð fyrir auglýsingum á þeim. Fyrirtækið AFA JCDecaux Ísland ehf., sem setur upp strætisvagnaskýli og auglýsingaskilti í borginni, sá um uppsetningu salernanna og rekur þau samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Myndatexti: Öryggisbúnaður er á nýju almenningssalernunum þannig að börn sem eru léttari en fjórtán kíló geta ekki lokast þar inni. Einnig opnast hurðin sjálfkrafa eftir 15 mínútur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar