Digranesskóli

Digranesskóli

Kaupa Í körfu

RÓTARÝKLÚBBUR Kópavogs gaf nýlega sérdeild fyrir einhverf börn í Kópavogi tölvu. Sérdeildin hefur verið starfrækt í Digranesskóla í Kópavogi sl. 10 ár. Í vetur eru 7 nemendur í deildinni á aldrinum 6-14 ára. Aðaláhersla er lögð á alhliða málörvun, almenn þekkingaratriði, verkþjálfun, samspil og tengslamyndun auk hefðbundinna bóknámsgreina með þeim nemendum sem það hentar. Auk þess er margvísleg félagsleg þjálfun s.s. í að matast, klæðast, hreinlætisþjálfun og að læra að ferðast um sitt nánasta umhverfi. Nemendur fá kennslu í verk- og listgreinum ásamt íþróttum hjá sérkennurum skólans. Að læra á tölvu hefur verið stór þáttur í námskrá nemendanna. Tölvan opnar nýja möguleika fyrir þau bæði til náms og afþreyingar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar