Verði ljós

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Verði ljós

Kaupa Í körfu

Upp fyrir haus í verkefnum Það færist í vöxt að tónlistardiskum fylgi ýmislegt margmiðlunarefno og með einum af söluhæstum diskum síðasta árs, Xeneizes, var til að mynda margmiðlunarpakki sem menn gátu skemmt sér við að skoða og/eða hlusta á. MARGMIÐLUNAREFNIÐ á Xeneizes var úr smiðju fyrirtækis sem kallast Verði ljós, þriggja ára margmiðlunar- og grafíkvinnslufyrirtækis í Nóatúninu. Fyrir svörum hjá fyrirtækinu verður Egill Vignisson framkvæmdastjóri og segir hann að fyrir um þremur árum hafi hann starfað við vefsíðugerð og lent nánast óvart inni í sama verkefni og Ólafur Ágúst Haraldsson, travelnet.is. "Við hófum að vinna saman þegar tími gafst til, um kvöld og helgar, og smátt og smátt varð hugmyndin að Verði ljós meira á borði en í orði. Við ákveðum svo, með Loga Huldari Gunnlaugssyni, félaga okkar, að henda okkur út til Flórída og nema þar margmiðlunarfræði. Þar kynnumst við svo Páli Garðarssyni, sem slóst í hópinn." MYNDATEXTI: Eigendur Verði Ljós, Egill Vignisson, Logi Huldar Gunnlaugsson, Páll Garðarsson og Ólafur Ágúst Haraldsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar