Búningauppboð

Búningauppboð

Kaupa Í körfu

Leikarar Þjóðleikhússins sýna búninga á uppboðinu. Bergur Þór Ingólfsson leikari hefur umsjón með uppboðinu og dagskránni og Elín Edda Árnadóttir leikmynda- og búningahöfundur hefur yfirumsjón með vali búninga og umgjörð uppboðsins."Meðal búninga sem boðnir verða upp er búningur Kristján Jóhannssonar úr Valdi örlaganna, búningur Róberts Arnfinnssonar í hlutverki Bastíans bæjarfógeta í Kardemommubænum, skrautbúningur Diddúar úr óperunni Ævintýri Hoffmans, hattar úr My Fair Lady, prinsessukjóll úr barnaleikritinu Snædrottningunni, búningar Ingvars E. Sigurðssonar og Sigurðar Sigurjónssonar sem Ormur og Ranúr í Gauragangi, búningar Baltasars Kormáks og Halldóru Björnsdóttur í hlutverkum sínum í Rómeó og Júlíu, gellubúningur Selmu Björnsdóttur úr Meiri gauragangi, ýmsir búningar úr Lé konungi, Dansleik, Háskalegum kynnum, Söngvaseiði og margt fleira," segir Guðrún. Alls verða boðnir upp fimmtíu gripir, frá ýmsum tímabilum í fimmtíu ára sögu Þjóðleikhússins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar