SVR - Kjarasamningar

Þorkell Þorkelsson

SVR - Kjarasamningar

Kaupa Í körfu

Trúnaðarmaður hjá SVR segist aldrei hafa fundið fyrir jafnmikilli gremju og reiði vegna launamála og nú. Krefjast þess að laun vagnstjóra verði leiðrétt "ÉG hef starfað hjá þessu fyrirtæki í yfir 20 ár og þar af fjögur ár sem trúnaðarmaður og ég hef aldrei áður fundið fyrir jafnmikilli gremju og reiði vegna kjaramála og nú. Menn eru hreinlega að springa," segir Sigurbjörn Halldórsson, einn trúnaðarmanna vagnstjóra hjá SVR, en viðræður standa nú yfir milli borgarinnar og vagnstjóra um launakjör. MYNDATEXTI: Fulltrúar borgarinnar og vagnstjóra sátu á samningafundi í gær og fyrradag. Vinstra megin við borðið sitja fulltrúar vagnstjóra, Sigurbjörn Halldórsson og Jónas Engilbertsson, hinum megin fulltrúar borgarinnar, Birgir Björn Sigurjónsson (lengst til hægri), Grétar Jónsson og Hörður Birgir Gíslason. Fjarverandi var Marías Sveinsson, sem er í nefnd vagnstjóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar