GKS-húsgögn - gjöf
Kaupa Í körfu
GKS-húsgögn færa Hönnunarsafni Íslands gjöf HÖNNUNARSAFNI Íslands í Garðabæ barst nýverið gjöf frá GKS-húsgögnum í Kópavogi, skrifstofubúnaður eftir íslensku húsgagnahönnuðina Gunnar Magnússon og Pétur B. Lúthersson, nánar tiltekið vinnustöð, fundarborð, bókahillur og stóla. Auk þess færðu GKS-húsgögn Hönnunarsafninu að gjöf skrifstofustól úr svokallaðri Bellini Collection, sem framleiddur er af Vitra-verksmiðjunum í Þýskalandi, en GKS-húsgögn eru umboðsaðili þeirra hér á landi. Verður þessi skrifstofubúnaður notaður á skrifstofu Hönnunarsafnsins að Lyngási 7 í Garðabæ, en verður um leið hluti af því úrvali húsgagna eftir íslenska og erlenda hönnuði sem safnið leitast nú við að koma sér upp. MYNDATEXTI: Á myndinni eru frá vinstri: Rafn B. Rafnsson, framkvæmdastjóri GKS-húsgagna, Laufey B. Friðjónsdóttir, innanhússarkitekt og söluráðgjafi hjá GKS-húsgögnum og Aðalsteinn Ingólfsson, umsjónarmaður Hönnunarsafns Íslands. Fyrir framan þá eru litlar eftirmyndir frægra húsgagna í nútíma hönnunarsögu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir