Grótta

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Grótta

Kaupa Í körfu

Nýtt fræða- og menntasetur úti í Gróttu verður tekið í notkun í haust, en setrið verður einkum ætlað ungu kynslóðinni, því þar munu grunnskólanemar bæjarins stunda náttúrufræðinám. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra er húsið fokhelt, en áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er um 25 milljónir. Myndatexti: Búið er að reisa um 100 fermetra fræða- og menntasetur í Gróttu, en þar munu skólabörn á Seltjarnarnesi vera í náttúrufræðikennslu á næsta vetri. Í gamla vitavarðarhúsinu verður einnig starfsemi tengd náttúrufræðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar