Hydro Aluminium

Sverrir Vilhelmsson

Hydro Aluminium

Kaupa Í körfu

Álverksmiðja með framleiðslugetu upp á 480 þúsund tonn er sú stærð sem hagkvæmast er að reisa í dag. Þess vegna er stefnt að byggingu álvers af þeirri stærðargráðu við Reyðarfjörð, enda þótt fyrsti hluti slíks álvers myndi afkasta 120 þúsund tonnum á ári. Þetta kom fram í máli Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúa Hydro Aluminium, á kynningarfundi fyrirtækisins í gær. Auk Knutzen var Bernt Malme af tæknisviði fulltrúi Hydro Aluminium, en auk þeirra sátu fyrir svörum Bjarne Reinholdt, nýráðinn framkvæmdastjóri Reyðaráls og Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis og formaður stjórnar Reyðaráls. Myndatexti: Thomas Knutzen skýrir stefnu Hydro. Fjær sitja Geir A. Gunnlaugsson, Bjarne Rheinholdt og Bernt Malme.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar