Sjeikspír eins og hann leggur sig

Sverrir Vilhelmsson

Sjeikspír eins og hann leggur sig

Kaupa Í körfu

Undirbúningur Sjeikspírs eins og hann leggur sig Ekki kafað í tjörnina þar sem hún er grynnst. Nú eru fjögur frækin ungmenni að æfa 37 leikrit mesta leikritaskálds sögunnar, sjálfs Vilhjálms Sjeikspírs. Dóra Ósk Halldórsdóttir heimsótti hópinn sem hefur klifið þverhnípta bókaskápa við undirbúninginn og aldrei misst kjarkinn. HAMLET, Rómeó, Ríkharður III, Macbeth, Polonius, Júlía, lafði Macbeth, Geirþrúður og fleiri heimsþekktar persónur úr leikritum Williams Shakespeares munu þeysast um sviðið í Iðnó í lok mánaðarins þegar leikritið "Sjeikspír eins og hann leggur sig" verður frumsýnt hér á landi. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Erlingsson en með hlutverk þeirra fjölmörgu persóna sem fram á sviðið stíga fara þrír ungir leikarar, þau Friðrik Friðriksson, Halldóra Geirharðsdóttir og Halldór Gylfason. MYNDATEXTI: Halldór Gylfason, Friðrik Friðriksson og Halddóra Geirharðsdóttir hafa fengið tækifæri lífs síns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar