Olís - Flutningar
Kaupa Í körfu
Starfsfólk Olíuverslunar Íslands, Olís, flutti í gær í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Sundagarða. Aðalstöðvar fyrirtækisins hafa verið við Héðinsgötu frá því undir lok níunda áratugarins er þær voru fluttar úr Hafnarstræti. Starfsfólk fyrirtækisins mætti til flutninganna í gærmorgun og gekk fylktu liði úr Héðinsgötunni sem leið liggur yfir í Sundagarða. Fremst fóru Einar Benediktsson, forstjóri fyrirtækisins, og þau Margrét Guðmundsdóttir, sem unnið hefur í 47 ár hjá fyrirtækinu, og Gunnar Ásbjörnsson, sem hefur unnið þar í 43 ár. Bar Margrét tösku eina dýrmæta milli húsanna, en í henni var geymdur "andi hússins" sem forstjórinn hafði fangað með tilþrifum fyrr um morguninn. Sjálfur bar hann skófluna sem fyrsta skóflustungan að nýja húsinu var tekin með, inniskóna og fundagerðarbók fyrirtækisins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir