Mánabrekka

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mánabrekka

Kaupa Í körfu

Ruslaskrímslin eru farin heim með krökkunum, en Gráðuga Gunna stendur óhögguð á sínum stað í leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi. Gunna er líka bara tunna og sólgin í matarleifar. Ruslaskrímslin eru hins vegar listaverk, sem börnin hafa skapað, hvert fyrir sig, samkvæmt hugmyndum sínum um fyrirbærið. En þótt Gráðuga Gunna sé ekkert listaverk gegnir hún þýðingarmiklu hlutverki í umhverfis- og náttúruverndarstefnu skólans. Allt sem hún innbyrðir fer beinustu leið í lokaða, einangraða kassa úti í garði, sem endalaust virðast taka við. Þar mallast sendingin frá Gunnu og verður að mold og áburði að ári liðnu. MYNDATEXTI: Helga María Kristinsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar