"Stúdíó" í Grafarvogi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

"Stúdíó" í Grafarvogi

Kaupa Í körfu

Krakkar í 8.-10. bekk í Grafarvogi með útvarp á FM 98,3 Ekkert stress Hæ, er ég í beinni? Já. Hm, hvað segið þið? Útvarpsmennirnir lagfæra heyrnartólin og mjaka sér ábúðarmiklir að hljóðnemunum. Einn þekkir hlustandann og vill fá að vita hvaðan er hringt - úr stærðfræðitíma. Blaðamaður hváir við enda nokkuð viss um að farsímar séu illa séðir í grunnskólum borgarinnar. Samtalið heldur áfram og nokkur stund líður þar til hægt er að fá tvo af útvarpsmönnunum ungu í Útvarpi Þormóði í kjallara gamla Gufunesbæjarins í Grafarvogi til að stíga út úr stúdíóinu í stutt viðtal. Jón Ernst Ágústsson Berndsen, 13 ára, segist stjórna þættinum ásamt Pálma Kristmundssyni, jafnaldra sínum. "Við fylltum út umsókn í skólanum og fengum að vera með þáttinn núna. Hann heitir Sportrönd. Ég veit ekki hvort að við fáum að prófa aftur. Ásgeir og Guðmundur Helgi eru gestir," segir hann og tekur glaðbeittur á móti hinum stjórnanda Sportrandar. MYNDATEXTI: Ragnar Harðarson, tómstundaleiðbeinandi, segir að unglingarnir hafi mjög gaman af því að koma fram í útvarpi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar