Hláturklúbburinn

Sverrir Vilhelmsson

Hláturklúbburinn

Kaupa Í körfu

Hláturklúbburinn í Kópavogi hittist einu sinni í mánuði Glatt á hjalla í Gullsmára Það var svo sannarlega glatt á hjalla í Gullsmára, öðru af tveimur félagsheimilum eldri borgara í Kópavogi í gærkvöldi, þegar Hláturklúbburinn kom saman venju samkvæmt, síðasta þriðjudaginn í mánuðinum. Björn Ingi Hrafnsson fékk að fylgjast með kerskni og kímni af bestu gerð. MORGUNBLAÐIÐ sagði frá starfsemi klúbbsins í síðustu viku, en hann var stofnaður fyrir um ári og er ætlaður eldri borgurum í Kópavogi sem hafa gaman af því að koma saman, sýna sig og sjá aðra og umfram allt hlæja vel og innilega að öllu því broslega í tilverunni. MYNDATEXTI: Hvort sem það voru sögurnar af séra Bjarna, Tómasi borgarskáldi eða einhverjum öðrum brást ekki að hlátur fylgdi lokaorðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar