Panodil fyrir tvo - Loftkastalinn

Þorkell Þorkelsson

Panodil fyrir tvo - Loftkastalinn

Kaupa Í körfu

Panodil fyrir tvo frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld Fullt af kjöti fyrir fólk að kjamsa á Gamanleikritið Panodil fyrir tvo verður frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við leikstjórann, Hall Helgason, og einn af leikurunum, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. AÐALPERSÓNA leikritsins, Alfreð Felix, er taugaveiklaður kvikmyndagagnrýnandi sem stendur í skilnaði. Besti vinur hans, Diddi, og eiginkona hans, Linda, reyna að hugga hann og styðja í erfiðleikum hans, en tilraunir þeirra, og þá sérstaklega Lindu, til að koma honum saman við nýja konu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. MYNDATEXTI: "Þetta er svona lítill kristalsgrís. Hann gerir ekkert, hann bara er." Alfreð (Jón Gnarr) útskýrir afmælisgjöfina sem hann gefur Lindur (Kötlu Maríu Þorgeirsdóttur).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar