Snorra Edda

Þorkell Þorkelsson

Snorra Edda

Kaupa Í körfu

Örn Arnar, læknir og ræðismaður Íslands í Minnesota, hefur afhent Stofnun Árna Magnússonar að gjöf myndskreytt handrit Snorra Eddu. Snorra Edda er til í allmörgum pappírshandritum frá því eftir siðbreytingu, auk hinna fornu skinnhandrita. Um leið og Snorra Edda var afhent opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra nýja heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um stofnunina, starfsemi hennar og rit. Að sögn Vésteins verður fljótlega hægt að skoða tiltölulega góðar myndir af handritum á vefnum. Þegar eru nokkur handrit komin á vefinn eða um 1-2000 síður sem hægt er að skoða og fá upplýsingar um.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar