Vín - Námskeið

Kristján Kristjánsson

Vín - Námskeið

Kaupa Í körfu

Vínmenningin batnað mikið undanfarin ár AKUREYRINGAR fjölmenntu á vínnámskeið sem Vínklúbbur Akureyrar stóð fyrir á Fosshóteli KEA um síðustu helgi. Alls sóttu námskeiðið um 60 manns, eða mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. Hins vegar komu mun færri gestir en gert var ráð fyrir á kynningu sex vínumboða að námskeiðinu loknu. Á námskeiðinu var fræðsla og fyrirlestur um frönsk vín, vínsmökkun, blindsmökkun, umhellingu og síðast en ekki síst kynning vínumboða á ýmsum léttum veitingum. "Það er greinilegt að fólk hefur áhuga á vínum og vínmenningin í bænum hefur batnað mikið á þeim tíu árum sem ég hef starfað við þetta," sagði Vignir Þormóðsson, veitingamaður á Café Karólínu. Hann sagði að um leið þyrftu fagmennirnir að vita meira um vínin en áður. "Þetta er allt á réttri leið nema hvað vínin eru of dýr og þá sérstaklega ódýru vínin."MYNDATEXTI: Frá námskeiðinu: "Allt á réttri leið nema hvað vín er of dýrt." (myndvinnsla akureyri. akureyringr fjölmenntu á vínnámskeið á Fosshótel KEA.litur.mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar