Hjálparsveit

Sverrir Vilhelmsson

Hjálparsveit

Kaupa Í körfu

Stjórn Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kom hingað til lands til fundarhalda í vikunni. Fundum lauk á föstudag og í gær fengu stjórnarmeðlimir svo að skoða sig um á suðvesturhorni landsins undir traustri leiðsögn liðsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Dagurinn hófst á morgunkaffi í aðalstöðvum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík þar sem starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar og starfsemi Almannavarna ríkisins var kynnt. Myndatexti: Kristján Maack, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Pétur Aðalsteinsson, starfsmaður félagsins, Davíð Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jeremy S. Metters, formaður stjórnar Evrópudeildar alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Marc Danzon, framkvæmdastjóri Evrópudeildarinnar, Richard Alderslate, sérfræðingur Evrópudeildarinnar í almannavörnum, og Kristinn Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar