Umhverfisvinir

Umhverfisvinir

Kaupa Í körfu

Umhverfisvinir afhenda undirskriftir til stuðnings umhverfismati. Ríflega 45 þúsund undirskriftir söfnuðust. FORSVARSMENN Umhverfisvina, óformlegra samtaka sem staðið hafa fyrir söfnun undirskrifta til stuðnings kröfunni um lögformlegt mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar, afhentu forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra afrakstur söfnunarinnar, undirskriftir 45.386 Íslendinga, í Alþingishúsinu í gær. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur í hönd Ólafs F. Magnússonar, talsmanns Umhverfisvina. Fyrir aftan þá standa Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lengst til hægri stendur Kristín Halldórsdóttir, einn af forsvarsmönnum Umhverfisvina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar