íþróttahúsið hafið grafarvogi

Jim Smart

íþróttahúsið hafið grafarvogi

Kaupa Í körfu

Nemendur Húsaskóla héldu íþróttahátíð sína í gær Keppt í sippi, brennibolta og förðun NEMENDUR Húsaskóla héldu íþróttahátíð í gær og kepptu í knattspyrnu, brennibolta, förðun, sippi og mörgum öðrum greinum. Lið unglingadeildanna keppti við kennara í knattspyrnu og tapaði en skoraði þá á kennarana í reiptog. Aftur unnu kennararnir. Að sögn Valgerðar Selmu Guðnadóttur, skólastjóra í Húsaskóla, er íþróttahátíðin orðin ein af föstum hefðum skólans. Þann dag er öll kennsla felld niður. 1.-4. bekkur halda sína hátíð í skólanum sjálfum, þar sem þau nota stofur, ganga, sal og miðrými undir leiki og keppa t.d. í gæsagangi og boðhlaupi. MYNDATEXTI: Það var fjör á áhorfendapöllunum í Íþróttahúsi Húsaskóla í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar