EDI-bikarinn - Essó

Þorkell Þorkelsson

EDI-bikarinn - Essó

Kaupa Í körfu

Olíufélagið hlaut EDI-bikarinn OLÍUFÉLAGIÐ hf. Essó hlaut í gær EDI-bikarinn, sem veittur er því fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr á sviði rafrænna viðskipta á liðnu ári. Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og markaðssviðs þjónustustöðva hjá Essó, tók við bikarnum úr hendi Kristmundar Halldórssonar, deildarstjóra hjá viðskiptaráðuneytinu, sem sá um afhendingu bikarsins í fjarveru Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í ávarpi ráðherra sagði meðal annars að "enginn vafi er á að rafræn viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum viðskiptaháttum. Viðteknar viðskiptavenjur breytast, milliliðum fækkar, viðskiptakostnaður minnkar, nánara samband ríkir milli fyrirtækja og neytenda, og nýir markaðir og vörur spretta upp". Þar sagði einnig að rafræn viðskipti væru talin öflugasta uppspretta hagvaxtar í heiminum á næstu árum ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar