Dr. Birgir Þór Runólfsson og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra
Kaupa Í körfu
Kvótaþing hefur ekki skilað tilætluðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu Sjómenn taka enn þátt í kvótakaupum Kvótaþing hefur ekki komið í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum að mati dr. Birgis Þórs Runólfssonar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Birgir vann fyrir stjórnvöld um áhrif þingsins á íslenskan sjávarútveg. Hann segir Kvótaþing ekki hafa leitt til hækkunar á aflamarki. Helgi Mar Árnason gluggaði í skýrsluna og ræddi við hagsmunaaðila. MEGINTILGANGUR þess að setja Verðlagsstofu skiptaverðs og Kvótaþing á fót, ásamt nýjum takmörkunum á flutningi aflamarks, var að gera viðskipti með aflamark sýnilegri og minnka möguleika á að hægt væri að blanda saman viðskiptum með aflamark og viðskiptum með afla. Að baki lá einnig sú afstaða sjómanna að þeir væru með einum eða öðrum hætti að fjármagna kaup útgerða á aflamarki. Sérstaklega var markmiðið að koma veg fyrir svokölluð "tonn á móti tonni" viðskipti. MYNDATEXTI: Dr. Birgir Þór Runólfsson kynnir skýrslu um áhrif Kvótaþings og Verðlagsstofu skiptaverðs í sjávarútvegsráðuneytinu í gær
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir