Krakkar frá Ölduselsskóla á skíðum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Krakkar frá Ölduselsskóla á skíðum

Kaupa Í körfu

Nemendum Ölduselsskóla boðið á gönguskíði "Maður fær svo mikla útrás" NEMENDUR 4.-6. bekkjar Ölduselsskóla fengu að spreyta sig á gönguskíðum í gær undir leiðsögn starfsmanna Skíðasambands Íslands. "Þetta er jákvætt og skemmtilegt framtak og hefur tekist einstaklega vel," sagði Daníel Gunnarsson, skólastjóri, í samtali við Morgunblaðið. Kennslan fór fram á ÍR-svæðinu í Mjódd fyrir hádegi í gær og þegar Morgunblaðið kom á staðinn gengu krakkarnir í 5. HS í halarófu á troðinni göngubraut. Með þeim voru Hrafnhildur Sigurðardóttir umsjónarkennari og Helgi Magnússon íþróttakennari. Helgi sagði að Skíðasambandið hefði sett sig í samband við skólann, boðið þessa kennslu og lagt til kennara, skíði og skó. "Þetta hefur tekist mjög vel og við höfum verið einstaklega heppin með veður," sagði hann. "4.-6. bekkur hafa fengið að prófa í dag en við erum búin að taka ákvörðun um að hafa þetta árvisst svo allir í skólanum fái að prófa þetta." MYNDATEXTI: Andri Björn Róbertsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar