Pólfarar

Sverrir Vilhelmsson

Pólfarar

Kaupa Í körfu

Íslenski norðurpólsleiðangurinn hefst í dag Fólk spyr mikið um ísbirnina" Brottfararstund rennur upp í dag, 1. mars, hjá norðurpólsförunum Haraldi Erni Ólafssyni og Ingþóri Bjarnasyni. Þeir sögðust í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson hafa fundið fyrir miklum áhuga almennings á ferðinni og þá mun byltingarkenndur fjarskiptamáti létta fjölskyldum þeirra biðina eftir fréttum af gengi þeirra. VIÐBRÖGÐ almennings við fréttum af norðurpólsleiðangrinum virðast benda til þess að Haraldur og Ingþór hafi uppskorið mikla velþóknun almennings á leiðangrinum. Almenningi mun gefast kostur á að fylgjast vel með gengi þeirra frá degi til dags og er ljóst að tíminn frá 10. mars til aprílbyrjunar verður spennu þrunginn enda er við mesta erfiðleika að etja í byrjun. MYNDATEXTI Eingöngu nauðsynlegasti búnaður er tekinn með til að komast af við erfiðar aðstæður því sífellt þarf að taka tillit til þyngdar farangursins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar