Jónsmessunótt - Æfing

Sverrir Vilhelmsson

Jónsmessunótt - Æfing

Kaupa Í körfu

50 ára afmæli Þjóðleikhússins Draumur á Jónsmessunótt Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í leikstjórn Baltasar Kormáks verður frumsýnt á 50 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins 20. apríl 2000 og er á dagskrá Menningarborgar 2000. Æfingar hófust sl. mánudag á hinum sígilda gamanleik, sem er bæði ljóðrænn og erótískur og draumur og ímyndunarafl ráða ríkjum til jafns. Þýðandi er Helgi Hálfdanarson, danshöfundur Aletta Collins, lýsingu hannar Páll Ragnarsson. Sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir, aðstoðarmaður leikstjóra Margrét Vilhjálmsdóttir. Höfundur leikmyndar er Vytautas Narbutas, og er hann einnig höfundur búninga ásamt Filippíu I. Elísdóttur. Leikstjóri er Baltasar Kormákur. MYNDATEXTI: Leikstjórinn ásamt samstarfsfólki við Draum á Jónsmessunótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar