Ostabúðin - Diskar með réttum

Sverrir Vilhelmsson

Ostabúðin - Diskar með réttum

Kaupa Í körfu

Þrír grænir ostar Verulegar breytingar eiga sér nú stað í ostabúðinni við Skólavörðustíg. Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum og áherslur eru að breytast. Steingrímur Sigurgeirsson leit við og kynnti sér málið. TÖLUVERÐAR breytingar eru í vændum hjá Ostabúðinni við Skólavörðustíg. Þrír nýir eigendur tóku fyrir skömmu við rekstrinum af Osta- og smjörsölunni og hafa þeir nú þegar hafið breytingar á rekstri fyrirtækisins. Nýjar áherslur verða útfærðar á sviði sérvöru fyrir sælkera, bæði osta og annars lostætis. Það eru þeir Jóhann Jónsson matreiðslumeistari, Eggert Jóhannsson feldskeri og Skjöldur Sigurjónsson (fataverslun Kormáks og Skjaldar), sem keyptu búðina. Þeir hyggjast færa hana í nýjan búning, svokallaðan "delecatessen"-búning, sem margir Íslendingar þekkja úr ferðum sínum erlendis. ENGINN MYNDATEXT.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar