Valhöll - Fundur um Háskólaspítala
Kaupa Í körfu
Mörgum spurningum enn ósvarað Á OPNUM fundi heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins um íslenskan háskólaspítala, sem haldinn var í Valhöll í fyrradag, kom fram sú skoðun að skilgreina þyrfti betur hvað fælist í hugtakinu háskólasjúkrahús og hvaða markmiðum ætti að ná með slíku sjúkrahúsi. Frummælendur á fundinum voru þó sammála um að aukið samstarf Háskóla Íslands og nýs, sameinaðs sjúkrahúss væri af hinu góða og að mikilvægt væri að slíkt samstarf yrði til að efla rannsóknir, kennslu og þjónustu á heilbrigðissviði. Magnús Pétursson, forstjóri Ríkisspítala, fór í erindi sínu á fundinum yfir hlutverk stóru sjúkrahúsanna og sagði hann stjórnun þeirra markast af því að hér væri ekki um hefðbundið fyrirtæki að ræða. Sagði hann m.a. að skyldur, sem lagðar væru á Ríkisspítalana um þjónustu við sjúklinga, stönguðust oft á tíðum við kröfur sem gerðar væru til fjármálanna og reksturs þeirra. MYNDATEXTI: Frá fundi um háskólaspítala. Ásta Möller alþingismaður, sem var fundarstjóri, Einar Stefánsson, Steinn Jónsson og Björn Bjarnason.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir