Rætt um endurreisn bæja á málþingi í Háskólanum

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rætt um endurreisn bæja á málþingi í Háskólanum

Kaupa Í körfu

Á málþingi Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um endurreisn bæja, sem haldið var í samvinnu við Samtök um betri byggð á föstudag, kom m.a. fram að aukinn skilningur væri á mikilvægi þéttrar byggðar, og að óhófleg útbreiðsla dreifðrar byggðar væri ekki endilega æskileg. Samgöngumál voru einnig ofarlega á baugi og m.a. sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að ekki væri stöðugt hægt að halda áfram að greiða götu einkabílsins hér á höfuðborgarsvæðinu. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, setti málþingið sem fór fram í Odda. Sagði hann m.a. í ávarpi sínu að umræða um þróun höfuðborgarsvæðisins hefði kannski verið of tæknileg, á kostnað siðfræðilegrar umræðu. Mikilvægt væri nefnilega að huga að því hvernig við vildum búa áður en við byrjuðum að byggja. Myndatexti: Fundurinn í Odda var vel sóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar