Ganga á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Ganga á Akureyri

Kaupa Í körfu

"Gerir manni glettilega gott" EIN allra vinsælasta gönguleiðin á Akureyri er yfir gömlu brýrnar sunnan Akureyrarflugvallar og á hverjum degi sést til fjölda fólks þar á göngu og þá sérstaklega um helgar. Ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hjónin Birnu og Aðalstein Vestmann þar í vikunni, þar sem þau voru að ljúka sínum daglega göngutúr en slíka iðju hafa þau stundað saman í áratugi. "Þetta snýst fyrst og fremst um vanann og gerir manni glettilega gott," sagði Aðalsteinn og bætti við að vegalengdin skipti ekki öllu máli heldur það að fara út og hreyfa sig. Birna sagði að þau hjón gengju mikið í Kjarnaskógi þegar aðstæður leyfðu enda væri þar meira skjól en niður undir flugvelli. Nokkuð kalt var í veðri þegar þau hjón voru á ferðinni og eins og sést á vindbelgnum á flugvellinum blés hann hressilega að norðan. ENGINN MYNDATEXTI.( myndvinnsla akureyri. vinsælar gönguleiðir á akureyri. hjónin birna og aðalsteinn vestmann á göngu.litur. mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar