Írak

Þorkell Þorkelsson

Írak

Kaupa Í körfu

Þorkell Þorkelsson heimsótti Írak í september 1998. Bændahöfðinginn Ali H. Sameer á Al Rashydyah svæðinu, sem nær inn í All Anbar eyðimörkina, í norðurhluta landsins. Sameer, sem hér sést ásamt öðrum bændum í húsi sem sérstaklega er ætlað til þess að taka á móti gestum, tók mjög vel á móti ferðalanginum ofan af Íslandi, bauðst til að slátra kind og slá upp veislu, en komist var hjá því. Kaffi var hins vegar drukkið að arabískum sið góða stund og rætt um landbúnað í Írak og á Íslandi, einkum sauðfjárrækt og hestamennsku sem hann sýndi mikinn áhuga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar