KIA umboðið - Kia-skilti sett upp

KIA umboðið - Kia-skilti sett upp

Kaupa Í körfu

Nýtt umboð fyrir Kia FIMM aðilar sóttust eftir að taka að sér umboð fyrir Kia hér á landi en eins og kunnugt er hefur Jöfur hf. hætt með umboðið. Suzuki-umboðið ehf., sem hefur selt vélhjól, utanborðsmótora og rafstöðvar frá Suzuki, hefur nú tekið við umboðinu og var formlega skrifað undir það sl. föstudag. Stefán Tómasson, einn eigenda Suzuki-umboðsins, segir að allar gerðir Kia-bíla verði seldar og þjónusta veitt fyrir þá. Umboðið keypti um 150 Kia-bíla af Búnaðarbankanum, sem bankinn leysti til sín frá Jöfri. Pride, minnsti bíllinn, verður ódýrastur á 849.000 kr., Sephia kostar frá 1.290.000 kr. og fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur, Shuma kostar frá 1.390.000 kr. með 1,8 l vél, Clarus er til í langbaks- og stallbaksgerð og kostar nálægt 1.700.000 kr. Styttri Sportage-jeppinn kostar frá 1.790.000 kr. en Grand Sportage rétt undir 2 milljónum kr. Carnival-fjölnotabíllinn er til með bensín- og dísilvél, með og án sjálfskiptingar. MYNDATEXTI: Unnið var að því að setja upp Kia-skiltið á nýja umboðinu í Flatahrauni á föstudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar