Banaslys á Vesturlandsvegi við Víkurgrund

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Banaslys á Vesturlandsvegi við Víkurgrund

Kaupa Í körfu

Þrír létust og sjö slösuðust alvarlega í umferðarslysi á Kjalarnesi Eitt mannskæðasta umferðarslys sem orðið hefur Tugir björgunarmanna voru sendir á slysstaðinn ÞRÍR karlmenn létust og sjö manns slösuðust alvarlega í gærkvöldi á Vesturlandsvegi við Víkurgrund á Kjalarnesi, í einu allra mannskæðasta umferðarslysi sem orðið hefur hérlendis. Nítján manna rúta á norðurleið og jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt skullu saman með fyrrgreindum afleiðingum. Rútan var í samfloti með annarri rútu, sem saman fluttu um 60 manna hóp. Þar var á ferð starfsfólk ferðaskrifstofu í Reykjavík sem var á leið í óvissuferð norður í land. Þeir farþegar úr nítján manna rútunni sem slösuðust voru fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og hátt í 30 manns að auki með seinni rútunni á Landspítalann, sem hafði undirbúið fjöldamóttöku og áfallahjálp. MYNDATEXTI: Jeppabifreiðin gjöreyðilagðist í hinum geysiharða árekstri í gærkvöldi. (banaslys vesturlandsvegur á kjalarnesi)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar