Curling

Kristján Kristjánsson

Curling

Kaupa Í körfu

Hópur áhugamanna um íþróttina krullu (curling) kemur saman í skautahöllinni á Akureyri á sunnudögum þar sem keppt er af miklu kappi. Þetta er fjórða árið sem þessi íþrótt er stunduð á Akureyri en það er eini staðurinn á landinu þar sem farið er í þennan steinaleik á svelli. Nafngiftin, krulla, er hugmynd Gísla Jónssonar fyrrverandi menntaskólakennara, en hann lagði til að íþróttin hlyti þetta nafn er Morgunblaðið leitaði til hans varðandi heppilegt nafn á þennan leik. Myndatexti: Gísli Kristinsson, arkitekt og einn hvatamanna þess að Akureyringar leika nú íþróttina krullu (curling), rennir hér steininum eftir endilöngum vellinum á skautasvellinu á Akureyri. myndvinnsla akureyri. gisli kristinsson í curling í skautahöllinni á akureyri. litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar