Ruanda

Þorkell Þorkelsson

Ruanda

Kaupa Í körfu

Rúanda. Hundruð þúsunda flóttamanna frá Rúanda eru nú á leið til síns heima, frá Zaire og Tansaníu. Flóttafólkið, sem fer fótgangandi mörg hundruð km leið, er mjög misjafnlega á sig komið, kólera hefur gert vart við sig í fólki á leið frá Zaire. Hafa yfir 30 manns látist á síðustu vikum og yfir 1.200 veikst. Í bænum Kibungu í austurhluta Rúanda eru að rísa gríðarstórar flóttamannabúðir fyrir Rúandamenn sem eru á leið heim frá Tansaníu. Búist er við að allt að 600.000 manns muni koma yfir landamærin frá Tansaníu á næstu vikum og mánuðum. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari kom í búðirnar í Kibungu fyrir skömmu. Myndin er tekin í kirku þar sem tugum Hútúa var slátrað og eru beinin þar enn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar