Saga Jónsdóttir sem skækjan Rósa

Kristján Kristjánsson

Saga Jónsdóttir sem skækjan Rósa

Kaupa Í körfu

Leikhópurinn Norðanljós sýnir í samvinnu við Leikfélag Akureyrar Skækjan Rósa á fjölunum fyrir norðan LEIKHÓPURINN Norðanljós í samvinnu við Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, laugardagskvöldið 19. febrúar, leikritið Skækjan Rósa eftir José Luis Martín Descalzo í þýðingu Örnólfs Árnasonar. Um er að ræða einleik og fer Saga Jónsdóttir með hlutverk skækjunnar Rósu. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir og leikmynd og búninga gerir Edvard Fuglø, en hann er frá Færeyjum. Þau þrjú mynda Leikhópinn Norðanljós, en nafn sitt dregur hann m.a. af því að Helga og Saga eru að norðan, frá Akureyri, og Edvard telst einnig vera að norðan, er frá Klakksvík í Færeyjum. MYNDATEXTI: Saga Jónsdóttir í hlutverki skækjunnar Rósu í sýningu Leikhópsins Norðanljósa á Akureyri, en leikritið verður frumsýnt í kvöld. myndvinnsla akureyri. skækjan rósa hjá la. saga jónsdóttir í hluverki sínu.litur.mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar