Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló

Kaupa Í körfu

Að feneyskri fyrirmynd Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik í Fyrsta sellókonsert Shostakovitsj á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld en jafnframt eru á efnisskrá verk eftir Tsjajkovskíj og Hjálmar H. Ragnarsson. Orri Páll Ormarsson ræddi við Bryndísi Höllu sem vígir nýtt hljóðfæri á tónleikunum. ÞARNA liggur það á miðju gólfi í afdrepi einleikarans í Háskólabíói og breiðir úr sér, nýja sellóið hennar Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Ekki er laust við að það glotti við tönn, ellegar streng, þegar blaðamaður tiplar á tánum í kringum það. "Hvað er þessi maður að vilja?" gæti það verið að hugsa. "Hefur hann aldrei séð selló áður?" Hljóðfærið, sem Hans Jóhannesson smíðaði, er árgerð 1999 en gæti vel verið eldra, af útlitinu að dæma. Virkar veðrað. MYNDATEXTI: "Við erum búin að þekkjast of lengi til að ég geti kennt því um ef illa gengur," segir Bryndís Halla Gylfadóttir um nýja sellóið sitt, smíðað af Hans Jóhannessyni í fyrra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar