Sænsk-Íslenska

Sverrir Vilhelmsson

Sænsk-Íslenska

Kaupa Í körfu

Einari Braga rithöfundi voru afhent sænsk-íslensku menningarverðlaunin við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu á föstudag. Á fundi sínum í desember sl. ákvað stjórn sjóðsins að verðlaunin skyldu í ár falla í skaut Íslendingi sem með verkum sínum hefur stuðlað að því að færa Íslendingum meiri þekkingu á sænskum bókmenntum og í þessu tilviki um leið heimsbókmenntunum. Íslendingurinn sem hér um ræðir er Einar Bragi, sem hefur þýtt öll leikrit sænska skáldjöfursins Augusts Strindbergs á íslensku. Verðlaunin eru að upphæð 25 þúsund sænskar krónur eða sem svarar um 210 þúsundum íslenskra króna. Myndatexti: Einar Bragi tekur við menningarverðlaununum úr hendi Sveins Einarssonar, formanns Sænsk-íslenska menningarsjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar