Samfés

Sverrir Vilhelmsson

Samfés

Kaupa Í körfu

Samtök félagsmiðstöðva héldu sitt árlega ball á föstudaginn í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Á ballinu komu saman um 1.500 unglingar frá öllu landinu og skemmtu sér saman. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði og voru unglingarnir sjálfir í aðalhlutverki þar. Sigurvegarar úr nýafstaðinni Söngvakeppni Samfés stigu á svið og einnig sigurvegarar úr Freestyle-keppni Tónabæjar. Þá stigu Íslandsmeistarar í rappi á svið. Myndatexti: Hópurinn X-2000 er sigraði í Freestyle-keppni Tónabæjar skemmti gestum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar