Franskir dagar í 40 íslenskum bakaríum

Sverrir / Sverrir Vilhelmsson

Franskir dagar í 40 íslenskum bakaríum

Kaupa Í körfu

Franskir dagar í íslenskum bakaríum Í gær, föstudag, hófust franskir dagar í 40 íslenskum bakaríum víðsvegar um landið en næsta hálfa mánuðinn munu landsmenn eiga þess kost að gæða sér á frönskum bökum, "baguette" brauði og öðru góðgæti sem íslenskir bakarameistarar baka. Jóhannes Felixson, varaformaður Landssambands bakarameistara, segir að tilgangurinn með frönskum dögum sé að kynna landsmönnum brauð- og kökumenningu annarra landa og auka fjölbreytni. Hann segir að í október sl. hafi 38 íslenskir bakarameistarar haldið til Frakklands í þeim tilgangi að kynna sér franska brauð- og kökumenningu en í Frakklandi eru starfrækt um 60.000 bakarí. MYNDATEXTI: Jóhannes Felixson, varaformaður Landssambands bakarameistara, sýnir franska sendiherranum á Íslandi, Louis Bardollet, hluta þess sem í boði verður á frönsku dögunum. Á myndinni eru einnig Hörður Kristjánsson, til vinstri, og Hjálmar Jónsson, sem báðir sitja í stjórn Landssambands bakarameistara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar