Iðnó - Leikir karls og konu - Nýtt leikrit

Þorkell Þorkelsson

Iðnó - Leikir karls og konu - Nýtt leikrit

Kaupa Í körfu

Leikir karls og konu Nýtt leikrit, Leikir, eftir Bjarna Bjarnason, verður frumsýnt í hádeginu í dag í Iðnó. Þetta er eitt verðlaunaleikritanna úr samkeppni Leikfélags Íslands um leikþætti sem efnt var til fyrir tveimur árum. FRUMRAUN á tvo vegu má segja um Leiki. Annars vegar frumraun höfundarins á atvinnuleiksviði þó hann segist hafa skrifað leikrit sem ekki hefur verið tekið til sýninga. Bjarni er þó engan veginn nýgræðingur á sviði ritlistarinnar því eftir hann liggja m.a. skáldsögurnar Endurkoma Maríu (1997), Borgin bakvið orðin (1998) og Næturvörður kyrrðarinnar (1999). Endurkoma Maríu var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fyrir Borgina bakvið orðin hlaut Bjarni Tómasarverðlaunin. Þá hefur hann gefið út ljóðabækur og áður hafði hann gefið út skáldrit á eigin vegum. MYNDATEXTI: Sérfræðingarnir tveir ræða um eðli kossa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar