John M. Burkoff prófessor í lögum

Jim Smart

John M. Burkoff prófessor í lögum

Kaupa Í körfu

Brýnt að lögmenn styðjist við skýrar siðareglur Í vikunni var staddur hér á landi bandarískur sérfræðingur um lagasiðfræði, John M. Burkoff, og hélt erindi um siðareglur lögmanna. Óli Jón Jónsson ræddi við hann. JOHN M. Burkoff er prófessor í lögum við lagadeild Pittsburg-háskóla. Hann hefur einkum fengist við refsirétt, stjórnskipunarrétt og lagasiðfræði og á að baki langan feril sem háskólakennari og fræðimaður. Burkoff hefur einnig veitt lagalega ráðgjöf við samningu lagafrumvarpa í Pennsylvaníu-ríki og víðar, var meðal annars álitsgjafi við mótun refsilöggjafar í nokkrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Burkoff kom hingað til lands á vegum Willard Fiske Center á Íslandi og hélt meðal annars erindi á fundi með íslenskum lögmönnum og dómurum. Hann segir að siðferðileg álitaefni tengd störfum lögmanna séu fjölmörg og að brýnt sé að lögmenn styðjist við skýrar siðareglur. MYNDATEXTI: John M. Burkoff, prófessor í lögum við Pittsburg-háskóla: "Ummæli lögmanna í fjölmiðlum fela oft í sér brot á þagnarskyldu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar