Leikfélag Mosfellssveitar

Jim Smart

Leikfélag Mosfellssveitar

Kaupa Í körfu

Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt. Leikfélag Mosfellssveitar afhjúpar í kvöld eitt slíkt sem ber nafnið Stríð í friði og er eftir Mosfellinginn Birgi Sigurðsson. Leikstjóri Stríðs í friði er Jón Stefán Kristjánsson og eru þátttakendur í sýningunni á bilinu fimmtán til tuttugu manns og eru flestir Mosfellingar þótt inn á milli slæðist einstaka Reykvíkingur. Allt eru þetta þó áhugaleikarar. Sýningar fara fram í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og frumsýningin er eins og fyrr segir í kvöld en framvegis verða sýningar um helgar. Myndatexti: Ástandið kemur við sögu á óvenjulegan máta á Stríði í friði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar